Löschmann Musik Institut, Gesangsunterricht, Bremen
tenór fæddist í Berlín
og lærði í Músíkakademíunni hjá Johannes Hoellfin prófessor. Framhaldsnámi lauk hann hjá
Aribert Reimann og Dietrich FischerDieskau.
Hann hlaut skólastyrki frá
GotthardtSchierseStiftung, Komische Oper Berlin
og RichardWagnerStiftung.
Löschmann hefur komið fram í ýmsum uppfærslum
hjá stóru óperuhúsunum í Berlín, Hamburg, Vín og Zürich.
Hann var fastráðinn við óperuna í Bremen
og kom meðal annars fram sem gestasöngvari í
Komische Oper Berlin, óperunni í Frankfurt/Main,
Royal Opera House í Lundúnum, Teatro Carlo Felice í Genúa
og Gran Teatre de Liceu í Barselóna.
Árið 2007 söng hann aðalhlutverkið í óperu
Hafliða Hallgrímssonar, „Die Wält der Zwischenfälle“
í Háskólabíói í Reykjavík og hann tók einnig þátt
í frumflutningi verksins árið 2004 í Lübeck
í Þýskalandi og í Vín í Austurríki árið 2005.
Hann hefur sungið alla helstu tenórpartana
í klassísku og nútímalegu óratoríunum og konsertverkum
og má þar sérstaklega nefna hlutverk guðspjallamannsins
og tenórs í óratoríum og kantötum J.S.Bach.
Löschmann hefur auk þess lagt áherslu
á ljóðasöng og flutning á nútímaverkum.
Hann hefur komið víða fram í Evrópu sem og í útvarpi,
sjónvarpi og á geisladiskum, auk þess að hafa frumflutt hin ýmsu verk.
Clemens Löschmann kennir nú til dags í Bremen.
© C LöSCHMANN | BREMEN | GERMANY